Bjartey er gestakennarinn í ár

Dansstúdió Emelíu hefur frá upphafi lagt mikinn metnað í að fá gæða kennara til starfa á vegum verkefnisins. Það er okkur sönn ánægja að fá hana Bjarteyju Elínu Hauksdóttur til okkar í ár.

Bjartey er dansari og danshöfundur frá Reykjavík. Hún byrjaði að dansa ballett þegar hún var 5 ára og útskrifaðist úr ballett og nútímadansnámi í  Klassíska Listdansskólanum árið 2016.

Nú stundar hún BA nám á Samtímadansbraut við Listaháskóla Íslands og dansar einnig í ungmenna dansflokknum FWD Youth Company.

Bjartey hefur starfað sem dansari í Þjóðleikhúsinu og Hörpu. Hún er danskennari í Klassíska Listdansskólanum þar sem hún kennir bæði börnum og unglingum.

69273485_356744881932364_1721067492282990592_n