Reyðarfjörður! Athugið breytt fyrirkomulag

Nú er komin heildarmynd á skráningarnar á dansnámskeiðin sem hefjast eftir helgi á Reyðarfirði.  Þar sem þrír hópar af sex áætluðum falla niður hefur verið ákveðið að endurraða námskeiðinu á eina viku í stað tveggja vikna.

 
Lokasýningin verður því viku fyrr, föstudaginn 17.ágúst kl.17.00
 
Hópaskipting og tímasetningar verða eftirfarandi:
5-7 ára: mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 17.30-18.20
8-11 ára (8-9 ára og 10-11 ára sameinast): mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl.18.30-19.30.  (ath: verð fyrir námskeiðið er 4000kr.)
20+ eldri byrjendur: mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 19.40-20.40.
 
Námsefni námskeiðanna breytist ekki, og tímafjöldi verður enn sá sami (þeas. fjórir danstímar f. hvern hóp).  Eina breytingin er sú að í stað 50 min danstíma hjá 8-9 ára verða 8-11 ára saman í 60 min.