Námskeið sumarið 2014

Við verðum með frábær námskeið í sumar! Það verður kennt bæði á Reyðarfirði og á Fljótsdalshéraði.  Við förum snemma af stað með 16+ hópinn á Egilsstöðum til að styðja við bakið á flottum framhaldsnemendum sem sinna m.a. kennslu hjá Fimleikadeild Hattar.  Hin námskeiðin hefjast 5.ágúst.  Allar upplýsingar má sjá undir „námskeið á Fljótsdalshéraði 2014“ og „námskeið á Reyðarfirði 2014“.

Heimasíðan verður í vinnslu næstu daga og vikur, en til stendur að bæta inn myndum og fleiri upplýsingum um kennara, námskeið og fleira.

Hlökkum til að sjá ykkur!