Nú má finna upplýsingar um kennarana okkar undir dansstudioemeliu.net/kennarar. Dansstúdíó Emelíu hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að hafa góða kennara. Í ár er það okkur mikið gleðiefni að bjóða upp á kennara sem eru að austan og eru fyrrum nemendur okkar sem skarað hafa framúr í dansi og eru vitnisburður um ávöxt verkefnisins.
Við viljum í leiðinni til að hvetja ykkur til að vera tímanlega í skráningum. Það er mjög misjafnt eftir hópum hvernig skráningar ganga. Það lítur út fyrir að við munum þurfa að sameina einhverja hópana á Reyðarfirði og jafnvel Egilsstöðum líka til að ná lágmarksfjölda í hópum. Við munum þó bíða með breytingar fram á sunnudag, þar sem ekki er að marka skráningar fyrr en þá. Allir foreldrar verða látnir vita með fyrirvara komi til breytinga. 5-6 ára hópurinn okkar á Fljótsdalshéraði er að fyllast og örfá pláss laus í 3-4 ára hópinn okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur í dansandi stuði!