Breytingar á námskeiðum á Reyðarfirði

Vegna dræmrar skráningar í yngstu (5-6ára) og elstu (13-16ára) hópunum á Reyðarfirði var ákveðið að hagræða aldursbilunum í hópnunum.  Allir foreldrar ættu að vera búnir að fá email um þessar breytingar.  

Námskeiðin hefjast í dag (miðvikudag) og eru hóparnir eftirfarandi:

5-8 ára: Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 17.45-18.30 og laugardag kl.11.00-11.45 (ath. námskeið hefst á miðvikudaginn 6.ágúst).  Verð: 2000kr.

9-13+ ára: Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl.18.45-19.45 og föstudag kl. 17.45-18.45. (ath. námskeið hefst á miðvikudaginn 6.ágúst) Verð: 3000kr.

Enn er laust í báða hópana og við tökum enn á móti skráningum á dansstudioemeliu@gmail.com