Dansnámskeiðum á Reyðarfirði lauk í dag

Í dag lauk síðustu danstímunum á Reyðarfirði og var foreldrum boðið að sjá afrakstur námskeiðanna.  Ákaflega duglegir nemendur á aldrinum 5-12 ára stunduðu námskeiðin að þessu sinni í tveimur hópum.  Kennari námskeiðanna var Bryndís Björt Hilmarsdóttir og kenndi hún nemendum sínum jazzballet.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum.
P1080359
P1080349
P1080340 P1080336 P1080361 P1080367 P1080409 P1080410 P1080414 P1080422

P1080429Takk kærlega fyrir okkur Reyðarfjörður! Hlökkum til að koma aftur seinna, vonandi sem fyrst 🙂

Námskeiðin voru styrkt af Fjarðarbyggð og Menningarráði Austurlands.