Tilkynning til foreldra á Fljótsdalshéraði

Þriðjudaginn 19.ágúst kl.19 verður lítil danssýning í íþróttahúsinu í Fellabæ.  Sýning verður óformleg og tilgangur hennar er að leyfa fjölskyldumeðlimum að sjá afrakstur námskeiðanna, sem og að leyfa börnunum að sjá hina hópana dansa.

Mæting hópanna er eftirfarandi:
5-6 ára kl.18.50.  
7-8ára kl. 18.40.
9ára og eldri kl.18.30.

Við minnum á að enn er einn danstími eftir á mánudaginn í námskeiðunum 3-4 ára, 7-8 ára og 13-16 ára.  Engir danstímar verða á þriðjudaginn, aðeins sýning.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,
Emelía og kennarar.