Dansnámskeiðum á Fljótsdalshérði lauk í gær

Á P1080507mánudaginn lauk síðustu danstímunum á Fljótsdalshéraði og í gær var foreldrum boðið að sjá afrakstur námskeiðanna.  Ákaflega duglegir nemendur á aldrinum 3-15 ára stunduðu námskeiðin að þessu sinni í fimm hópum.  Nemendur á aldrinum 5-15 ára sýndu brot af því sem þau lærðu á námskeiðunum. Kennarar námskeiðanna voru Emelía Antonsdóttir Crivello og Ester Sif Björnsdóttir.  Einnig aðstoðaði Valný Lára Kjerúlf við danskennslu í yngstu hópunum.  Emelía kenndi nemendum sínum barnadansa með áherslu á leiki og grunntækni í ballet.  Ester Sif kenndi sínum nemendum jazzballet og nútímadans.  
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum!

P1080505 P1080496 P1080489P1080478 P1080465 P1080469 P1080471 P1080473 P1080477 P1080458 P1080441 P1080435

Við viljum þakka innilega fyrir frábærar móttökur! Hlökkum til að sjá ykkur á næsta námskeiði 🙂

Námskeiðin voru styrkt af Fljótsdalshéraði og Menningarráði Austurlands.