Á mánudaginn lauk síðustu danstímunum á Fljótsdalshéraði og í gær var foreldrum boðið að sjá afrakstur námskeiðanna. Ákaflega duglegir nemendur á aldrinum 3-15 ára stunduðu námskeiðin að þessu sinni í fimm hópum. Nemendur á aldrinum 5-15 ára sýndu brot af því sem þau lærðu á námskeiðunum. Kennarar námskeiðanna voru Emelía Antonsdóttir Crivello og Ester Sif Björnsdóttir. Einnig aðstoðaði Valný Lára Kjerúlf við danskennslu í yngstu hópunum. Emelía kenndi nemendum sínum barnadansa með áherslu á leiki og grunntækni í ballet. Ester Sif kenndi sínum nemendum jazzballet og nútímadans.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum!
Við viljum þakka innilega fyrir frábærar móttökur! Hlökkum til að sjá ykkur á næsta námskeiði 🙂
Námskeiðin voru styrkt af Fljótsdalshéraði og Menningarráði Austurlands.