Námskeið 2016!

Dansstúdíó Emelíu mun bjóða upp á tveggja vikna dansnámskeið í sumar (2016) bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði.  Námskeiðin verða haldin dagana 20.júní-3.júlí.  Endilega takið vikurnar frá. Við verðum með frábæra kennara og aldurshópa fyrir 3 ára og eldri.

Eins og stendur erum við að vinna í undirbúning.  Nánari upplýsingar og skráningar koma í apríl.

Styrktaraðilar námskeiðanna 2016 eru Uppbyggingarsjóður Austurlands, Fljótsdalshérað og Fjarðarbyggð.  Við erum í skýjunum með stuðninginn og munum nýta hann til að gera námskeiðin sem allra flottust og halda verðinu í lágmarki.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Emelía og danskennarar