Skráning er hafin á námskeiðin 2017!

Nú eru upplýsingar vegna námskeiðanna í ár komnar innFullSizeRender á heimasíðuna og skráning hafin.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna tekst okkur því miður ekki að hafa námskeið á Reyðarfirði í ár.  Okkur þykir það miður, en hvetjum alla til að koma til okkar í Fellabæinn.

Við hlökkum ótrúlega til að sjá ykkur í sumar! Við erum á fullu að undirbúa námskeiðin, sanka að okkur skemmtilegri tónlist og semja dansana sem kenndir verða í sumar. Við lofum miklu fjöri, eins og áður.

Hér má sjá upplýsingar um öll námskeiðin.

Ýttu hér til að fara á skráningarsíðuna.