Í sumar verður í boði glæsileg dagskrá dagana 3.-23.júní.
Við verðum með námskeið fyrir börn og unglinga fædd 2003-2016. Kennt verður bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði samtímis.
Við fáum m.a. til okkar æðislegan gestakennara að sunnan, höldum dansfræðsludag fyrir alla fjölskylduna, bjóðum leikskólabörnum á Fljótsdalshéraði upp á námskeið inn í leikskólunum, ásamt okkar hefðbundu dansnámskeiðum sem enda á sýningu.
Við erum að vinna hörðum höndum að því að ganga frá öllum lausum endum og stefnum á að opna fyrir skráningar á allra næstu dögum!
Getum ekki beðið eftir danssumrinu mikla 2019!
Emelía og kennarar