Algengar spurningar og svör

HVERNIG DANS KENNIÐ ÞIÐ?
Við kennum fyrst og fremst listdans.  Listdansflóran er ansi breið, en hún inniheldur m.a. klassískan ballet, jazzballet, samtímadans (contemporary), nútímadans (modern), spuna og fleira.  Það er misjafnt eftir kennurum hvaða áherslu þeir hafa í sínum danstímum, en algengast er að tímarnir séu fjörug blanda af jazzballet og contemporary.  Einnig leggjum við áherslu á frjálsan dans (spuna) og förum því gjarnan í skemmtilega dansleiki.  Af og til bjóðum við upp á sérstök auka námskeið sem innihalda annað en hér hefur verið nefnt.  Sem dæmi um þau námskeið eru yogatímar, street-danstímar og Beyoncé dans.
Við kennum því miður ekki samkvæmisdans.

ERU ÞIÐ MEÐ SYSTKINAAFSLÁTT?
Við erum með 50% systkinaafslátt sem gildir fyrir hvert yngra systkini.  Þannig borgar elsta systkinið fullt gjald og hvert systkini eftir það hálft gjald.  Systkinaafslátturinn gildir þvert á alla aldurshópa upp að 18 ára aldri.

HVERNIG FÖTUM EIGA NEMENDUR AÐ VERA Í?
Nemendur mæta í þægilegum og mjúkum íþróttafatnaði sem hindrar ekki hreyfigetu í danstíma.  Ekki er þörf á skóm af neinu tagi.  Best er að dansa berfættur eða í bómullarsokkum.

MEGA FORELDRAR OG SYSTKINI HORFA Á?
Við erum afar heimilisleg hjá Dansstúdíói Emelíu og er öllum fjölskyldumeðlimum velkomið að mæta og horfa á.  Svo lengi sem það truflar ekki danstímana. Systkini mega horfa á séu þau í fylgd með foreldrum/fullorðnum.

MEGA VINIR HORFA Á?
Ekki er leyft að vinir barnanna komi einsömul og horfi á tímana.  Nema í algjörum undantekningartilvikum, sé spurt um leyfi fyrirfram.  Ástæðan er sú að þau börn sem eru inn í salnum eru á okkar ábyrgð og það er því miður ekki hægt að fylgjast með öllum þeim vinum sem eiga það til að vilja koma og horfa á.  Þess í stað hvetjum við áhugasama vini til að skrá sig á námskeiðin og dansa með okkur. Enda er mesta fjörið fólgið í því.

Ertu með fleiri spurningar?
Sendu okkur endilega línu á dansstudioemeliu@gmail.com