Fyrrum kennarar

Dansstúdíó Emelíu hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að hafa góða kennara og efnilega aðstoðarkennara. Hér má sjá yfirlit yfir þá kennara sem hafa verið hjá okkur áður.

Auður Berdís Snorradóttir
audur

Auður er danshöfundur, leikkona og sviðsliðstakennari úr Reykjavík. Hún hefur samið dansa fyrir fjöldan allan af leikverkum og danssýningum, m.a. fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Ronju Ræningjadóttir í vetur. Hún hefur kennt dans og sviðslistir hér á landi í fjölmörgum skólum og einnig víða um heiminn. Þar má nefna Listdansskóla Íslands, Danskompaní og Dansskóla Birnu Björns.

Hún stundaði dansnám við Listdansskóla Íslands og er með Mastersgráðu í sviðslistum frá The Royal Academy of Dramatic Art í London.
Auður kenndi árin 2009 og 2019

Alona Perepelytsia326C1386.jpg
Alona Perepelytsia er dansari og danshöfundur frá Úkraínu, en er búsett á Seyðisfirði.  Alyona stundaði ,,rythmic“ fimleika í 11 ár og lagði stund á háskólanám í nútímadansi í National University í Kiev. Eftir útskrift dansaði hún með dansleikhús hópnum ,,Black Orange“ og kenndi nútíma- og samtímadans í ýmsum dansskólum í Kiev.  Alyona var í 20 manna úrslitum í hæfileikaþáttunum ,,Dance All“ árið 2009.
Alyona hefur m.a. kennt dans á Seyðisfirði, hjá Fimleikadeild Hattar og hjá Dansstúdíó Emelíu.  Hún hefur nú stofnað dansskólann Dance School Austurland sem heldur úti regDSAlulegum dansnámskeiðum á Austurlandi yfir vetrartímann.
Alona kenndi árin 2016, 2017 og 2019.

 

19096142_10211650903500421_53063430_o
Emilía Sól Guðgeirsdóttir
Emilía er uppalin á Egilsstöðum. Hún byrjaði í fimleikum fljótlega eftir að hún flutti þangað frá Reykjavík og æfði í 11 ár, frá 6 ára aldri. Fimleikadansinn var alltaf uppáhalds greinin og síðasta árið í fimleikum æfði hún einungis dans. Emilía byrjaði að þjálfa hjá Fimleikadeild Hattar í 8. bekk og hefur nú verið í fimm ár. Síðastliðið ár hefur hún aðallega þjálfað dans.
Emilía var aðstoðarkennari 2017-2019

 

Bryndís Björt Hilmarsdóttir
Bryndís er fædd og uppalin á Egilsstöðum.  Hún var í fimleikum frá 7 ára aldri og byrjaði 14 ára að kenna dans hjá fimleikadeild Hattar. Dansinn heillaði hana alltaf mest við fimleikana og stundaði hún fimleikadans hjá deildinni í 11 ár. Hún hefur stundað dans á sumrin hjá Dansstúdíói Emelíu frá árinu 2007. Hún flutti til Bandaríkjanna árið 2011 og lærði þar dans hjá Tillamook school of dance.  Þar lærði hún stepp dans, jazz, hip hop og nútímadans.  Árið 2013 fluttist hún til Reykjavíkur og hefur s.l. ár m.a. lært nútímadans og hiphop hjá Dancecenter Reykjavík og hjá Dansstúdíó World Class. Bryndís kenndi reglulega á árunum 2014-2017.

Brogan Davison
Brogan er dansari,danshöfundur og danskennari frá Bretlandi og er búsett á Íslandi.  Hún útskrifaðist með BA í dansi frá Laban School of Dancing í London árið 2010.  Brogan er meðlimur í Dance for me Company sem hlaut tvær grímutilnefningar árið 2014 ásamt fjölda annara verðlauna.  Brogan hefur starfað sem danskennari á fjölmörgum stöðum bæði hérlendis og erlendir m.a. í Danslistarskóla JSB og í Kramhúsinu. Brogan hefur kennt reglulega hjá Dansstúdíó Emelíu frá árinu 2010.

Ester Sif BjörnsdóttirEster Sif Björnsdóttir
Ester er uppalin á Egilsstöðum og er nú búsett þar eftir námsdvöl í Reykjavík.  Ester stundaði fimleika og fimleikadans hjá fimleikadeild Hattar árin 2007-2012 og kenndi dans hjá deildinni árin 2009-2012 og 2014-2015. Ester hefur stundað dansnámskeið hjá Dansstúdíó Emelíu frá því þau hófust árið 2007.  Ester stundaði nám á nútímalistdansbraut Danslistaskóla JSB árin 2012-2014. Hún stundar nú dansnám í Lýðháskóla í Danmörku og mun útskrifast sumarið 2016.  Ester hefur kennt reglulega hjá Dansstúdói Emelíu frá árinu 2012, fyrst sem aðstoðarkennari og sem aðalkennari á árunum 2014-2017.

Díma Írena Pálsdóttir10330231_10202330060878483_5848318792033529887_n
Díma er fædd árið 2000 og er búsett á Egilsstöðum.  Hún hefur æft fimleika og dans hjá fimleikadeild Hattar frá árinu 2011.  Árið 2014 var hún meðlimur í listahóp vinnuskóla Fljótsdalshéraðs og lærði þar listdans hjá Emelíu.  Hún hefur verið þjálfari hjá Fimleikadeild Hattar undanfarin ár.
Díma var aðstoðarkennari yngstu aldurshópanna hjá dansstúdíói Emelíu á Fljótsdalshéraði árin 2015 og 2016.

Arna Ormarsdóttir
Arna Ormarsdóttir er fædd árið 1998 og býr á Reyðarfirði. Hún hefur æft fimleika og dans hjá fimleikadeild Hattar frá 2 ára aldri. Arna var dansnemandi Emelíu hjá fimleikadeildinni í 2-3 ár. Arna hefur undanfarin ár starfað sem fimleikaþjálfari samhliða námi.
Arna var aðstoðarkennari yngstu aldurshópanna hjá Dansstúdíói Emelíu á Reyðarfirði árin 2015 og 2016.

Valný Lára Jónsdóttir13277932_1186624694704374_812667564_n
Valný Lára er fædd árið 1999. Hún býr nú í Kópavoginum en hún ólst upp á Egilsstöðum. Hún gengur í Fjölbrautaskólann í Garðabæ þar sem hún er á leiklistarbraut. Valný hefur farið á 3 námskeið hjá Dansstúdíói Emelíu á Egilsstöðum.
Árið 2015 var hún aðstoðarkennari í yngstu aldurshópunum í Fellabæ.

Lilja Iren Gjerde13063478_10206406555345552_9056479502665275691_o
Lilja lærði fyrst dans hjá Point Dans Studio á Akureyri í þrjú ár þar til hún fluttist til Egilsstaða árið 2009.  Á Egilsstöðum stundaði hún fimleika og fimleikadans hjá Fimleikadeild Hattar í mörg ár ásamt því að kenna þar bæði fimleika og fimleikadans.  Lilja var meðlimur í danslistahóp vinnuskólans á Fljótsdalshéraði í tvö sumur.  Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum dansnámskeiðum hjá Dansstúdíó Emelíu ásamt því að gera danslistaverk sem lokaverkefni af listabraut Menntaskólans á Egilsstöðum.   Lilja var aðstoðarkennari hjá Dansstúdíói Emelíu árið 2012 og kenndi einnig dans í afleysingum árin 2014-2015.  

Lilja Björk Haraldsdóttir
Lilja útskrifaðist frá Skolen for Samtidsdans í Osló, Noregi vorið 2012 þarsem hún lagtði stund á nútímadans og danssmíði. Í náminu hefur var lögð áhersla á kennslufræði og samvinnu við grunnskóla í Osló. Hún hefur mikla reynslu af því að kenna börnum og unglingum. Lilja hefur tekið þátt í og sett upp sýningar bæði á Íslandi og í Noregi. Lilja kenndi hjá Dansstúdói Emelíu árin 2011 og 2012.

Hedvig Bang
Hedvig hóf dansnám sitt ung að aldri í Osló, Noregi.  Hún hélt dansnámi sínu áfram í menntaskóla þar sem hún útskrifaðist af sviðslistabraut ásamt því að fara í skiptinám til Bandaríkjanna.  Hún útksrifaðist með BA í djazzdansi frá Listaháskólanum í Osló árið 2011.  Síðan hún útskrifaðist hefur Hedvig tekið þátt í fjölmörgum danslistaverkefnum bæði í Noregi og á Íslandi, sem og kennt dansnemendum í Osló.  Hedvig kenndi hjá Dansstúdíó Emelíu
árið 2012.

Gerður Guðjónsdóttir
10690178_10153464228813761_6463069779186124314_nGerður kennir dans við Danslistarskóla JSB.  Hún er útskrifuð af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands og nútímalistdansbraut Danslistarskóla JSB. Gerður hefur m.a. dansað með Spiral Dansflokknum og tók hún þátt í sjónvarpsþættinum. DANSDANSDANS.  Gerður kenndi hjá Dansstúdíó Emelíu árið 2012.