Kennarar 2019

Auður Berdís Snorradóttir
audur
Gestakennari 3-8.júní

Auður er danshöfundur, leikkona og sviðsliðstakennari úr Reykjavík. Hún hefur samið dansa fyrir fjöldan allan af leikverkum og danssýningum, m.a. fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Ronju Ræningjadóttir í vetur. Hún hefur kennt dans og sviðslistir hér á landi í fjölmörgum skólum og einnig víða um heiminn. Þar má nefna Listdansskóla Íslands, Danskompaní og Dansskóla Birnu Björns.

Hún stundaði dansnám við Listdansskóla Íslands og er með Mastersgráðu í sviðslistum frá The Royal Academy of Dramatic Art í London.

Auður kennir öllum hópum á Egilsstöðum og Reyðarfirði 3-8.júní.

 

Alona Perepelytsia326C1386.jpg
Alona Perepelytsia er dansari og danshöfundur frá Úkraínu, en er búsett á Seyðisfirði.  Alyona stundaði ,,rythmic“ fimleika í 11 ár og lagði stund á háskólanám í nútímadansi í National University í Kiev. Eftir útskrift dansaði hún með dansleikhús hópnum ,,Black Orange“ og kenndi nútíma- og samtímadans í ýmsum dansskólum í Kiev.  Alyona var í 20 manna úrslitum í hæfileikaþáttunum ,,Dance All“ árið 2009.
Alyona hefur m.a. kennt dans á Seyðisfirði, hjá Fimleikadeild Hattar og hjá Dansstúdíó Emelíu.  Hún hefur nú stofnað dansskólann Dance School Austurland sem heldur úti regDSAlulegum dansnámskeiðum á Austurlandi yfir vetrartímann.
Alona kennir Jazzballet og nútímadans 1,2 og 3 (námskeið 2) bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði. 

 

 

Emelía Antonsdóttir CrivelloEmelia
Emelía er fædd og að hluta til uppalin á Egilsstöðum.  Hún  stundar nú Meistaranám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist jafnframt af  Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands með BA gráðu í sviðslistum vorið 2015. Hún útskrifaðist af nútímalistdansbraut Klassíska Listdansskólans vorið 2009.
Emelía hóf að eigin frumkvæði að halda dansnámskeið á Egilsstöðum að sumartíma árið 2007.  Síðan þá hefur hún haldið regluleg dansnámskeið og er upphafskona Dansstúdíó Emelíu (hægt er að lesa meira um verkefnið og Emelíu hér: Um verkefnið ).
Árið 2014 hlaut hún viðurkenningu úr Þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbs Héraðsbúa fyrir frumkvöðlastarf sitt í listdanskennslu og listrænni tjáningu á Fljótsdalshérði.

Emelía kennir Barnadansa 1-2 og Barnadansa 3 (námskeið 2) bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Hún kennir jafnframt dansnámskeið í leikskólum Fljótsdalshéraðs. 

 

19096142_10211650903500421_53063430_o
Emilía Sól Guðgeirsdóttir
Emilía er uppalin á Egilsstöðum. Hún byrjaði í fimleikum fljótlega eftir að hún flutti þangað frá Reykjavík og æfði í 11 ár, frá 6 ára aldri. Fimleikadansinn var alltaf uppáhalds greinin og síðasta árið í fimleikum æfði hún einungis dans. Emilía byrjaði að þjálfa hjá Fimleikadeild Hattar í 8. bekk og hefur nú verið í fimm ár. Síðastliðið ár hefur hún aðallega þjálfað dans.

Emilía er aðstoðarkennari í Barnadönsum 1-3 og jazzballet og nútímadans 1.