Bjartey Elín Hauksdóttir
Bjartey er dansari og danshöfundur frá Reykjavík. Hún byrjaði að dansa ballett þegar hún var 5 ára og útskrifaðist úr ballett og nútímadansnámi í Klassíska Listdansskólanum árið 2016.
Nú stundar hún BA nám á Samtímadansbraut við Listaháskóla Íslands og dansar einnig í ungmenna dansflokknum FWD Youth Company.
Bjartey hefur starfað sem dansari í Þjóðleikhúsinu og Hörpu. Hún er danskennari í Klassíska Listdansskólanum þar sem hún kennir bæði börnum og unglingum.
Emelía Antonsdóttir Crivello
Emelía er fædd og að hluta til uppalin á Egilsstöðum. Hún er starfandi skólastjóri í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og stundar Meistaranám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist jafnframt af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands með BA gráðu í sviðslistum vorið 2015. Hún útskrifaðist af nútímalistdansbraut Klassíska Listdansskólans vorið 2009.
Emelía hóf að eigin frumkvæði að halda dansnámskeið á Egilsstöðum að sumartíma árið 2007. Síðan þá hefur hún haldið regluleg dansnámskeið og er upphafskona Dansstúdíó Emelíu (hægt er að lesa meira um verkefnið og Emelíu hér: Um verkefnið ).
Árið 2014 hlaut hún viðurkenningu úr Þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbs Héraðsbúa fyrir frumkvöðlastarf sitt í listdanskennslu og listrænni tjáningu á Fljótsdalshérði.